39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 13:09


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:09
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:17
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:09
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:09
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:09
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:09
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 17:42
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:09
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur (RBB), kl. 16:11

Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir og Sara Elísa Þórðardóttir véku af fundi kl. 16:13.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 18:20.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:09
Fundargerðir 37. og 38. fundar samþykktar.

2) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar mætti Þröstur Friðfinnsson frá Grýtubakkahreppi. Hann mætti einnig fyrir hönd Eyþings, Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Fór hann yfir sjónarmið sveitarfélaganna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Pétur Markan, Aðalsteinn Óskarsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðina, Gísli H. Halldórsson frá Ísafjarðarbæ og Fríða Matthíasdóttir frá Vesturbyggð. Fóru þau yfir umsagnir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Páll Björgvin Guðmundsson frá Fjarðabyggð og Arnbjörg Sveinsdóttir frá Seyðisfjarðarkaupstað. Fóru þau yfir umsagnir sveitarfélaganna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Bjarni Guðmundsson og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Fóru þeir yfir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Árni Snæbjörnsson frá Landssambandi veiðifélaga, Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Soffía Karen Magnúsdóttir frá Löxum fiskeldi ehf. og Kristján Davíðsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva. Fóru þau yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku. Fór hann yfir umsögn fyrirtækisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Kristín L. Árnadóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun, Ásdís Hlökk Theódórsdóttir og Ester Anna Ármannsdóttir frá Skipulagsstofnun og Sigurður Áss Grétarsson og Sigurður Sigurðarson frá Vegagerðinni. Fóru þau yfir umsagnir sinna stofnana og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Kristín Huld Sigurðardóttir og Agnes Stefánsdóttir frá Minjastofnun Íslands, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Samtökum náttúrustofa. Fóru þau yfir umsagnir sinna stofnana og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 17:47
Á fund nefndarinnar mættu Auður Magnúsdóttir frá Landvernd og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Björn Traustason frá Skógræktinni. Fóru þau yfir umsagnir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Valur Sveinsson og Anna G. Sverrisdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fóru þau yfir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kl. 16:02 mætti Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fór hann yfir umsögn sambandsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 185. mál - mannvirki Kl. 15:45
Framsögumaður, Bergþór Ólason, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum.

5) Önnur mál Kl. 18:30
Við upphaf fundar lagði Hanna Katrín Friðriksson fram eftirfarandi bókun:

Því er harðlega mótmælt að enn og aftur er settur fundur í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem stór hluti nefndarmanna stjórnarflokkanna er ekki mættur. Þetta er fullkomið virðingarleysi gagnvart þeim verkefnum sem nefndin vinnur að, gestum sem boðaðir eru á fund nefndarinnar og nefndarmönnum stjórnarandstöðunnar.

Helga Vala Helgadóttir tók undir bókunina.

Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:34